Hvar stend ég ?

Er einfalt verkfæri til að kanna færni barna í málþroska á aldrinum 18 mánaða til 6 ára.

Börn á leikskólaaldri eru á miklu næmiskeiði og því mikilvægt að fylgjast með þróun málskilnings og máltjáningar hjá þeim.

Verkfærið er ætlað starfsfólki leikskóla og nýtist hverjum þeim starfsmanni sem vinnur með börnum, hvort heldur sem er faglærður eða ófaglærður.

Listarnir eru settir upp á einfaldan hátt í þeim tilgangi að allir sem starfa í leikskólum geti nýtt sér þá í vinnu með börnum.